N1 styrkir Líf

01. október 2012

N1 styrkir Líf

N1 gaf styrktarfélagi Lífs stútfullan sendiferðabíl með hundruðum leikfanga og vildi N1 þannig styðja frábæra starfsemi Lífs sem dagana 28. – 30.september stóð fyrir dótabasar.
Landsmenn voru hvattir til tiltektar í geymslunni og háaloftinu svo að gömul leikföng fái nýjan leikfélaga og öðlist nýtt líf. Tilgangur söfnunarinnar var að efla starf félagsins svo því verði kleift að styðja betur við konur og börn á kvennadeild Landspítalans.
Dótabasarinn var haldinn á sunnudaginn 30.september frá 11:00-18:00, Suðurlandsbraut 24.

Hér má skoða facebook síðu Lífs