N1 styrkir KR
Síðastliðinn laugardag, þann 29. september, mættust KR og Keflavík á KR vellinum í síðustu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta.
Að venju skapaðist mikil stemning fyrir leikinn. N1 er einn af aðalstyrktaraðilum KR og hélt N1 uppteknum hætti síðustu helga og bauð upp á tunnuleika fyrir börnin á leiknum og voru verðlaun veitt fyrir þau sem hittu fótbolta í tunnuna. Stuðningsmönnum sem og öðrum gestum var boðið að skrá sig fyrir N1 korti, og var einn nýr korthafi dreginn út og var svo heppin að fá 20.000 punkta inn á kortið sitt. Í hálfleik voru síðan boltum kastað upp í stúkuna og þeir sem gripu fengu að koma inn á völlin og reyna skot á mark. Þeir sem skoruðu fengu einnig flottan vinning frá N1.
Vinningshafinn sem hlaut 20 þúsund punkta er:
Sigríður Hulda Árnadóttir
Kaplaskjólsvegi 27
107 Reykjavík