09. maí 2016
N1 styrkir HK
N1 undirritaði á dögunum tveggja ára samning við HK sem gildir til ársins 2018. N1 var aðalstyrktaraðili félagsins á árunum 2011 til ársloka 2014 og það er okkur kærkomið að geta haldið áfram stuðningi við félagið enda rekið þar mjög öflugt íþrótta og æskulýðsstarf fyrir Kópavogsbúa.
Á myndinni eru Sigurjón Sigurðsson formaður HK og Eggert Þór Kristófersson forstjóri N1 ásamt ungmennum sem æfa hjá félaginu.