N1 styrkir gott málefni

30. mars 2011

N1 styrkir gott málefni

N1 gaf nú á dögunum um það bil 500 skólabörnum í Kenýa veglegar skólatöskur fyrir bæði drengi og stúlkur. Töskunum fylgir poki fyrir íþróttadót og munu vafalítið koma sér vel. Hópur á vegum ABC skólans hér á Íslandi mun færa börnunum töskurnar fljótlega og gleðja þær vonandi lítil hjörtu.