N1 styrkir frumkvöðla í Hugmyndasmiðjunni

23. nóvember 2010

N1 styrkir frumkvöðla í Hugmyndasmiðjunni

Markmiðið er að skapa ný og fleiri störf fyrir atvinnulífið

Hugmyndahús háskólana hefur undanfarnar 6 vikur staðið að verkefni í Hugmyndasmiðjunni fyrir frumkvöðla sem ganga með hugmynd í maganum eða eru komnir skammt á veg og vilja koma hugmyndinni í framkvæmd. Spyrtar voru saman skapandi greinar, tækni, vísindi og viðskipti. Megin markmið verkefnisins var að skapa ný störf á tímum tækifæra.

Alls fóru 120 manns, með 70 hugmyndir í gegnum Hugmyndasmiðjuna og af þeim skiluðu 36 hugmyndaáætlunum.  Þær 6 sem fengu hvatningarverðlaun eru nú þegar komnar á flug og gaman verður að fylgjast með þeim taka næstu skref. Í hugmyndunum leynast mörg störf og skemmtilegar tengingar við aðra starfssemi. Í gegnum Hugmyndahúsið sjálft, frumkvöðlasetrið, hafa farið 59 fyrirtæki/verkefni í gegn og 159 störf hafa skapast.

N1 er stoltur styrktaraðili Hugmyndasmiðjunnar ásamt, Íslandsbanka, JónumTransport, VÍS, Símanum, Faxaflóahöfnum og Össuri.