N1 styrkir Fjölskylduhjálp íslands
í gær heimsóttum við Fjölskylduhjálpar Íslands og afhentum Ásgerði Jónu Flosadóttur og sjálfboðaliðum þar tvö vörubretti með 1400 flíshúfum og vettlingapörum og 300 úlpum. Sem að sögn Ásgerðar mun koma sér vel fyrir þá sem þurfa á að halda í vetur. En þetta er fjórða árið í röð sem við förum með vörur til þeirra.
Ásgerður Jóna og allir sjálfboðaliðarnir hjá Fjölskylduhjálp tóku vel á móti okkur og sýndu okkur allt það frábæra starf sem þarna er unnið. Fjölskylduhjálp framleiða kerti sem eru seld í verslunum yfir hátíðirnar. Einnig reka þau nokkra nytjamarkaði þar sem allir geta komið og verslað í fatnað og aðrar vörur. Auk þess fá þau til sín hárgreiðslufólk vikulega og eru þau með hárgreiðslustóla og aðstöðu fyrir það.
Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið starfrækt í um 13 ár og eru núna með starfsstöðvar á fimm stöðvum, Iðufelli 14 í Reykjavík og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ og fer fram matarúthlutun á þessum tveimur stöðum. En einnig eru þau með starfsemi í Hamraborg í Kópavogi og á Selfossi fram að jólum og á reykjarvíkurvegi 66 í Hafnarfirði fram yfir hátíðirnar.
Í fyrra voru úthlutaðir 33.000 matarúthlutanir og segir Ásgerður Jóna að þetta ár verði fleiri úthlutanir en í fyrra.