N1 styrkir Fjölni

28. janúar 2016

N1 styrkir Fjölni

N1 endurnýjaði samning sinn við íþróttafélagið Fjölni. Samningurinn er til þriggja ára og gerir N1 að einn af aðal styrktaraðilum Fjölnis. 

" Það er okkur hjá Fjölni mikil ánægja að framlengja samning okkar við öflugan bakhjarl eins og N1", segir Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis.

Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1 segir að N1 leggi mikið upp úr því að styðja og styrkja við uppbyggingu við íþróttastarf ungmenna í landinu. 

"Það er okkur því sönn ánægja að framlengja samning okkar við Fjölni" segir Þyrí Dröfn Markaðsstjóri N1.

Á myndinni má sjá Guðmund L Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis og Þyrí Dröfn Konráðsdóttir markaðsstjóra N1