15. júní 2016
N1 styrkir björgunsveitina Hafliða
Í tilefni af sjómannadeginum nú nýverið gaf Sigurður Bjarnason, fyrir hönd N1, björgunarsveitinni Hafliða á Þórshöfn fasteign á lóð sjálfsafgreiðslustöðvar N1 á Þórshöfn. Björgunarsveitin hefur haft afnot af húsnæðinu undanfarin ár og er það liður í því að styðja við bakið á kraftmiklu starfi sveitarinnar. Vill N1 leggja sitt af mörkum svo halda megi því góða starfi áfram. Húsið er því nú formlega í eigu björgunarsveitarinnar sem gegnir almennt lykilhlutverki í almannavörnum í Löngunesbyggð.
Á myndinni má sjá stjórn Hafliða á Þórshöfn og Sigurð Bjarnason fulltrúa N1.
(f.v. Þórir Jónsson, Kapitóla Jónsdóttir úr stjórn Hafliða, Sigurður Bjarnason frá N1, Þórarinn J. Þórisson varaformaður björgunarsveitarinnar Hafliða).