
26. febrúar 2016
N1 styður við Vini Hlíðarfjalls
Við erum stolt af því að geta kallað okkur vin Hlíðarfjalls. Á dögunum var skrifaður undir 3 ára samningur milli N1 og Hlíðarfjalls. Markmið samningsins er að efla og stuðla að áframhaldandi uppbyggingu, með því að bæta aðstöðu og tryggja og lengja rekstur Hlíðarfjalls og efla þar með ferða og atvinnumálin á Akureyri.
Á myndinni má sjá Steingrím Birgisson fyrir hönd Hlíðarfjalls og Pál Örn Líndal rekstarstjóra þjónustustöðva N1.
Við hjá N1 erum stolt af því að vera þátttakandi í þessu góða verkefni og styðja þar með við áframhaldandi uppbyggingu í Hlíðarfjalli.
Skíðapassar í Hlíðarfjall fást á N1 Leiruvegi og N1 Hörgárbraut.