N1 styður við Víking Ólafsvík

19. mars 2019

N1 styður við Víking Ólafsvík

 

Síðastliðinn föstudag undirrituðu N1 og Víkingur Ólafsvík áfamhaldandi þriggja ára samning þess eðlis að vera styrktaraðili Ólsara næstu þrjú árin. N1 hefur verið dyggur stuðningsaðili félagsins undanfarin ár.  Samningurinn mun gilda út árið 2021.

„Það er okkur gríðarlegur styrkur að N1 skuli hafa ákveðið að styrkja okkur áfram næstu árin, samstarfið hefur gengið mjög vel og erum við kampakátir með að N1 vilji vinna áfram með okkur“ sagði Jóhann Pétursson formaður Víkings Ólafsvík við þetta tilefni.

 

Það er okkur sönn ánægja að framlengja samning okkar við Víking Ólafsvík og halda þannig áfram að styðja við flott starf. Gangi ykkur vel á vellinum í sumar!