N1 styður við Ökuleikni

14. september 2015

N1 styður við Ökuleikni

N1 styður við íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni sem haldin verður helgina 19. og 20. september næstkomandi.  Trukkar og rútur keppa á laugardeginum og fólksbílar á sunnudeginum. 

Brautin – bindindisfélag ökumanna hefur staðið fyrir Ökuleikni í rúm 25 ár. Á þeim tíma hefur Ökuleiknin skipað sér sess um allt land sem skemmtilegur og spennandi viðburður. Margt hefur breyst á þeim tíma sem Ökuleiknin hefur verið starfandi, þó markmiðin með henni séu alltaf þau sömu:

  • Draga úr ölvunaraakstri og fækka ölvunarslysum
  • Auka notkun bílbelta
  • Draga úr hraða
  • Opna augu almennings fyrir auknu umferðaröryggi

Nánar um Ökuleikni