N1 styður Hæfileikamót KSÍ í þriðja sinn

17. október 2016

N1 styður Hæfileikamót KSÍ í þriðja sinn

Hæfileikamót KSÍ fór fram í þriðja sinn nú á dögunum. N1 er stoltur bakhjarl þessa verkefnis hjá KSÍ en sambandið er með mjög metnaðarfulla stefnu í uppbyggingu á sterkri liðsheild íslensku landsliðana í knattspyrnu.

Halldór Björnsson umsjónarmaður hæfileikamótunarinnar frá upphafi segir mótið hafa þróast mikið á þessum þremur árum og í dag séu m.a. teknir inn mun fleiri leikmenn en fyrsta árið. Halldór segir að um 500-600 krakkar hafi tekið þátt í hæfileikamótuninni í ár og að sjálft hæfileikamótið sé stöðugt að verða stærra og flottara. Má þar nefna krakkarnir sem tóku þátt á mótinu fengu fyrirlestra frá A landsliðsþjálfurum Íslands þeim Heimi Hallgrímssyni og Frey Alexanderssyni ásamt fræðslu um fyrirbyggingu meiðsla frá Friðriki Ellert Jónssyni sjúkraþjálfara og næringarfræðslu frá Agnesi Þóru Árnadóttur næringarfræðing.

,,Við erum að sjá stöðugar breytingar á þessum krökkum á milli ára. Leikmennirnir eru að verða betri tæknilega en þar hjálpar okkur jafnframt að hafa mjög góða og vel menntaða þjálfara að þjálfa þessa krakka allt árið" segir Halldór Björnsson.

Hægt er að sjá myndskeið frá þessum viðburðum með því að smella hér.