N1 styður áfram við Vini Hlíðarfjalls

06. febrúar 2019

N1 styður við Vini Hlíðarfjalls

Á dögunum skrifuðu N1 og Vinir Hlíðarfjalls undir áframhaldandi 3 ára samning.

"Markmið samningsins er að efla og stuðla að áframhaldandi uppbyggingu, með því að bæta aðstöðu, tryggja og lengja rekstur Hlíðarfjalls og efla þar með ferða og atvinnumál á Akureyri, segir Steingrímur Birgisson".

Á myndinni má sjá Steingrím Birgisson fyrir hönd Hlíðarfjalls og Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdastjóra N1.

Við hjá N1 erum stolt af því að vera þátttakandi í þessu góða verkefni og styðja þar með við áframhaldandi uppbyggingu í Hlíðarfjalli.

Skíðapassar í Hlíðarfjall fást á N1 Leiruvegi