N1 styður áfram grasrót Hauka

01. febrúar 2017

N1 styður áfram grasrót Hauka

N1 hefur undanfarin ár staðið við bakið á öflugu grasrótarstarfi sem unnið er hjá Haukum í Hafnafirði. Í gær var undirritaður nýr þriggja ára samningur milli N1 og Hauka en það var Páll Örn Líndal, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1 sem skrifaði undir fyrir hönd N1 og Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Hauka fyrir þeirra hönd.

N1 leggur kapp sitt á að sinna samfélagslegri ábyrgð og gefa til baka í nærumhverfi starfsstöðva sinna eru Vellirnir í Hafnafirði þar engin undantekning en sjálfsafgreiðslustöð okkar er staðsett steinsnar frá íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum.

Ef stuðningsmenn Hauka hafa jafnframt áhuga á að styðja enn frekar við félagið leggjum við til 2 krónur á hvern lítra sé N1 kort eða lykill skráð á hópanúmerið 150. Hægt er að hafa samband við þjónustuver okkar á n1@n1.is eða 440-1100 til að virkja þennan stuðning.