N1 stækkar við sig í Borgarnesi

10. desember 2012

N1 stækkar við sig í Borgarnesi

Enn getum við státað okkur af stækkun innan N1 fjölskyldunnar. Veitingaskála Hyrnunnar í Borgarnesi hefur verið lokað og N1 tekið við.  Á meðfylgjandi mynd má sjá Ómar Jóhannsson rekstrarstjóra þjónustustöðva N1 og jafnframt fyrsta viðskiptavininn á nýja staðnum.

Ómar keypti sér Maxi popp og fékk að sjálfsögðu afsláttinn strax með N1 kortinu sínu. Ómar segir að breytingarnar séu frábært tækifæri fyrir N1 og ekki síður að auka þjónustustig til íbúa á svæðinu. Þess má geta að N1 mun opna nýjan veitingarskála í Borgarnesi í maí 2013.