N1 skrifar undir yfirlýsingu um loftslagsmál

16. nóvember 2015

N1 skrifar undir yfirlýsingu um loftslagsmál

Kolbeinn Finnsson, framkvæmdastjóri rekstarsviðs N1, skrifaði undir yfirlýsingu um loftlagsmál ásamt for­svars­mönnum 103 fyr­ir­tækja og stofn­anna sem komu saman í Höfða í dag.  N1 ásamt öllum þessum fyrirtækum hefur ákveðið að taka þátt í  að skuld­binda sig til aðgerða til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Þjóðir heims hafa sett sér mark­mið um að draga veru­lega úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og hef­ur Ísland ásamt ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins og fleir­um lýst því yfir að dregið verði úr los­un um 40%.

Í frétt á vef Reykja­vík­ur­borg­ar kem­ur fram að fyr­ir­tæki um all­an heim hafa í vax­andi mæli tekið skýra af­stöðu í um­hverf­is­mál­um og er nefnd áskor­un fyr­ir­tækja frá 130 lönd­um þar sem kallað er eft­ir metnaðarfull­um mark­miðum á fyr­ir­hugaðri lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í Par­ís í næsta mánuði. Mik­il­vægt er að borg­ir og fyr­ir­tæki taki frum­kvæði.

„Á Íslandi glím­um við ekki við meng­andi raf­magns­fram­leiðslu eða hús­hit­un líkt og marg­ar þjóðir, held­ur er ein helsta áskor­un okk­ar meng­andi sam­göng­ur og los­un úr­gangs,“ seg­ir í frétt­inni.

Stefna Reykja­vík­ur í lofts­lags­mál­um er að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 35% fyr­ir árið 2020. Stefn­an var fyrst sett fram árið 2009 og er nú hluti af Aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur. Einnig er unnið að stefnu­mörk­un borg­ar­inn­ar í að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda vegna eig­in rekst­urs borg­ar­inn­ar.


Hér má sjá lista yfir alla sem taka þátt í verkefninu.

 

Yf­ir­lýs­ing­una sem N1 skrifaði undir í dag: 

Við und­ir­rituð ætl­um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og lág­marka nei­kvæð um­hverf­isáhrif með mark­viss­um aðgerðum.

Þjóðir heims standa nú frammi fyr­ir af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga. Sam­einuðu þjóðirn­ar gegna for­ystu­hlut­verki í að greina vand­ann, tak­ast á við hann og aðlag­ast breytt­um aðstæðum.

Borg­ir og bæir ásamt fyr­ir­tækj­um af öll­um stærðum, verða sí­fellt mik­il­væg­ari þegar kem­ur að því að draga úr út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda og stand­ast þau mark­mið sem sett hafa verið um los­un þeirra.

Á Íslandi er ein helsta áskor­un­in meng­andi sam­göng­ur og los­un úr­gangs. Við ætl­um að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð í verki með því að:

  1. Draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda
  2. Minnka mynd­un úr­gangs
  3. Mæla ár­ang­ur­inn og gefa reglu­lega út upp­lýs­ing­ar um stöðu of­an­greindra þátta.