N1 skrifar undir samning við WOW

09. janúar 2018

N1 skrifar undir samning við WOW

Nýverið var undirritaður samningur milli N1 og WOW um sölu á flugeldsneyti á flugvélar WOW.
Það er mjög ánægjulegt að WOW bætist nú í viðskiptavinaflóru N1. N1 selur nú eldsneyti til á annan tug flugfélaga sem stunda reglulegt flug til Keflavíkur. Vægi ferðaþjónustu heldur því áfram að aukast hjá N1.