30. maí 2018
N1 skrifar undir samning við Tind
Nú á dögunum var gerður áframhaldandi tveggja ára samningur við hjólreiðafélagið Tind.
Tindur hefur náð glæsilegum árangri á síðastliðnum árum þrátt fyrir ungan aldur félagsins.
Sem dæmi má nefna varð félagið Íslandsmeistari kvenna og karla í götu, fjalla og cyclocross hjólreiðum.
Merki N1 mun nú prýða hjólreiðafatnað félagsmanna Tinds.
Markmið félagsins er að stuðla að bættri hjólreiðamenningu á Íslandi og að efla hjólreiðar sem keppnisíþrótt og er það okkur sönn ánægja að taka þátt í þeirri uppbyggingu.
''Það er alltaf jafn ánægjulegt að taka á móti meðlimum Tinds á N1 Fossvogi fyrir æfingar og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs'' segir Páll Örn Líndal, rekstrarstjóri þjónustustöðva.