N1 selur Svansvottað eldsneyti

23. nóvember 2016

Í gær hlaut SORPA norræna umhverfismerkið Svaninn fyrir framleiðslu sína á íslenska eldsneytinu metan. Framleiðsla Sorpu á metan hófst árið 2015 og hafa nú sparast 33.000 tonn af Co2 en 1.400 ökutæki í dag nýta sér metan.

N1 vinnur með markvissum aðgerðum að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar og er í farabroddi við innleiðingu á umhverfisvænum orkugjöfum. Á þjónustustöð okkar við Bíldshöfða 2 seljum við því Svansvottaða bensínið metan en því til viðbótar hafa 19 þjónustustöðvar okkar hlotið ISO 14001 vottunina sem snýr að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar.