N1 opnar Ísey Skyr Bar og Djúsí í Borgartúni

31. ágúst 2022

N1 opnar Ísey Skyr Bar og Djúsí í Borgartúni

  • Ísey Skyr Bar og Djúsí opna hlið við hlið í Borgartúni
  • Tveir fyrir einn af öllu í Borgartúni dagana 31. ágúst til 6. September
  • Bílalúga sem einfaldar lífið

 

N1 opnar Ísey Skyr Bar og samloku- og safastaðinn Djúsí á þjónustustöð sinni í Borgartúni í dag. Ísey Skyr Bar var áður staðsettur á N1 Borgartúni og nýr Djúsí staður opnar nú við hlið hans eftir miklar endurbætur á þjónustustöðinni. Meðal annars er búið að bæta við bílalúgu svo að viðskiptavinir geta nú nælt sér í veitingar frá báðum stöðum án þess að þurfa að stíga út úr bílnum.

 

Djúsí var áður hluti af pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni en hefur nú fært sig um set innan götunnar og inn á þjónustustöð N1. „Djúsí er frábær viðbót við þá flóru veitingastaða sem nú eru innan okkar þjónustustöðva. Fyrirhugað er að opna fleiri Djúsí staði á völdum N1 stöðvum á næstunni við hlið Ísey Skyr Bar og hefur þessi tvenna komið sér vel fyrir á N1 í Hveragerði og á Borgarnesi við mikinn fögnuð heima- og ferðamanna. Við höfum tekið eftir aukinni eftirspurn á hollum og næringarríkum skyndibita frá okkar viðskiptavinum og svara þessir tveir staðir því kalli,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

 

Það hefur verið ánægjulegt að sjá hversu vel viðskiptavinir okkar taka í þessa hugmyndafræði okkar að leggja áherslu á holla og saðsama rétti úr fersku hráefni á okkar þjónustustöðvum og hlökkum við til að fjölga Ísey Skyr Bar og Djúsí stöðum á N1 um allt land á næstu misserum,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslunarsviðs hjá N1.

 

Í tilefni opnunarinnar verður tveir fyrir einn tilboð af samlokum, skálum, djúsum, sjeikum og boozti í Borgartúni á Ísey Skyr Bar og Djúsí, dagana 31. ágúst til 6. september.