N1 opnar glæsilega verslun við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum

21. nóvember 2018

N1 opnar glæsilega verslun við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum

Í gær var haldin glæsileg opnun á nýrri og endurbættri verslun N1 við Friðarhöfn. Verslunin er einstaklega glæsileg en hún býður upp á úrval af efnavöru, vinnufatnaði og ýmiskonar rekstrarvöru ásamt því að bjóða upp á bakkelsi og girnilega kaffidrykki.

Ágúst Halldórsson er verslunarstjóri N1 í Eyjum. Ágúst segir í samtali við Eyjar.net að tekist hafi einstaklega vel til við opnunina og að það hafi verið  gaman að sjá hversu margir gáfu sér tíma í að heilsa upp á okkur. Aðspurður segir hann mjög ánægður með þær miklu breytingar sem hafa orðið á Friðarhöfn.

Opnunartilboð er í versluninni út nóvember. Ljósmyndari Eyjar.net leit við í nýju versluninni í gær.