N1 og ON opna nýja hlöðu á Ísafirði

12. september 2018

N1 og ON opna nýja hlöðu á Ísafirði

Viðstödd þegar nýja hlaðan var opnuð voru þau Þórdís Sif Sigurðardóttir rafbílaeigandi, Gunnar Sigurðsson, stöðvarstjóri N1 á Ísafirði sem og Hafrún Þorvaldsdóttir, sölustjóri hjá ON og Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri hjá ON. Hlaðan á Ísafirði er áttunda hlaðan sem ON og N1 hafa samstarf um að reisa og verða þær hluti fríðindakerfis viðskipta N1. „Fyrirtækið lítur svo á að rafbílaeigendum muni  bara halda áfram að fjölga í hópi okkar viðskiptavina og það að hlaða bílinn sinn er óðum að verða sjálfsagður þáttur í okkar þjónustu,“ segir Gunnar Sigurðsson, stöðvarstjóri N1 á Ísafirði.

"Við viljum að viðskiptavinir N1 geti nálgast þá orkugjafa sem þeir þurfa á þjónustustöðvum okkar sem þýður að rafbílaeigandinn getur hlaðið bílinn fyrir utan þjónustustöðina okkar með hann fær sér veitingar og slappar af inn hjá okkur. " segir Guðný Rósa framkæmdarstjóri einstaklingssviðs hjá N1.