N1 og knattspyrnudeild Breiðabliks framlengja samstarf og Krónan nýr samstarfsaðili

11. apríl 2019

N1 og knattspyrnudeild Breiðabliks framlengja samstarf og Krónan nýr samstarfsaðili

Nú á dögunum endurnýjuðu N1 og knattspyrnudeild Breiðabliks samstarfssamnings sinn til næstu fjögurra ára en N1 hefur verið dyggur stuðningsaðili deildarinnar undarfarin ár. Um leið bættist Krónan í hóp samstarfsaðila knattspyrnudeildar Breiðabliks og munu búningar félagsins bera merki Krónunnar.

Stuðningur N1 og Krónunnar skiptir knattspyrnudeildina miklu máli og styrkir áfram öflugt uppeldis- og afreksstarf knattspyrnudeildar sem og að styðja við meistaraflokka félagsins í efstu deild karla og kvenna.

Það voru þau Sigmar Ingi Sigurðarson Markaðs- og viðburðastjóri Breiðabliks og Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar sem undirrituðu samninginn fyrir hönd Breiðabliks og Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festi og Þyrí Dröfn Konráðsdóttir markaðsstjóri N1 sem undirrituðu samninginn fyrir hönd N1.