
06. júlí 2015
N1 og KA áframhaldandi samstarf
Á N1 mótinu á Akureyri var gengið frá nýjum fjögurra ára samningi milli knattspyrnudeildar KA og N1 um áframhaldandi samstarf. Samningurinn felur í sér stuðningi N1 um framkvæmd N1– mótsins auk þess sem félagið verður næstu fjögur árin aðal styrktaraðili Knattspyrnudeildar KA.
Á myndunum má sjá Eirík Jóhannsson, formann KA, Þyrí Dröfn Konráðsdóttur, markaðsstjóra N1 og Eggert Þór Kristófersson, forstjóra N1 ásamt leikmönnum KA.