N1 og Icelandair í samstarf

01. júní 2007

N1 og Icelandair í samstarf

Undirritaður hefur verið samningur um dreifingu auglýsingaefnis frá N1 í sætisvasa flugvéla Icelandair. Þetta er í fyrsta skipti sem auglýsingar af þessu tagi birtast um borð í vélum Icelandair. Með þessu vill N1 kynna ferðamönnum sem eru á leið til landsins útsölustaði fyrirtækisins og koma á framfæri víðtækri þjónustu.

Á myndinni má sjá Ingunni Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra neytendasviðs og Elísabetu Sveinsdóttur, forstöðumann á sölu- og markaðssviði Icelandair, við undirritun samningsins.