N1 og AZAZO í samstarf
N1 og AZAZO hafa gert með sér samning um innleiðingu á CoreData ECM hugbúnaðinum, sem AZAZO hefur þróað. CoreData er veflausn sem heldur utan um allar upplýsingar og verkefni fyrirtækja og stofnana.
Með undirritun samningsins mun N1 innleiða CoreData í alla sína starfsemi og taka upp nýtt vinnuumhverfi fyrir starfsmenn sína. Markmiðið með nýju vinnuumhverfi er að samræma betur vinnubrögð og verkferla innan fyrirtækisins.CoreData uppfyllir þarfir N1 þar sem það er allt í senn upplýsinga- og verkefnastjórnunarkerfi og gæðakerfi.
Innleiðing Coredata lausnar styður við fyrirtækjamenningu N1, ferla og starfslýsingar, öguð vinnubrögð, rafrænarlausnir og hagkvæmni í rekstri. Þá fellur innleiðingin vel að markmiði N1 sem er að vinna að umhverfisvernd því með henni mun pappírsnotkun minnka til muna.
Azazo var stofnað í lok árs 2007 og hét þá Gagnavarslan ehf, en árið 2014 var nafninu breytt vegna aukinnar áherslu á erlenda markaði. Fyrirtækið býður m.a. upp á öfluga ráðgjöf sérfræðinga á sviði upplýsinga-, skjala-, verkefna og gæðastjórnunar.
Á mynd sjást Brynja Guðmundsdóttir, forstjóri Azazo og Kolbeinn Finnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs N1, undirrituðu samninginn í vikunni.