03. júlí 2013
N1 mótið 2013
Stærsta knattspyrnu mót landsins N1 mótið á Akureyri hefst formlega klukkan 15 í dag miðvikudaginn 3. júlí og standa leikar fram til laugardags. Þar koma saman drengir úr 5. flokki karla í knattspyrnu og keppa við bestu aðstæður.
Skipulag mótsins er til fyrirmyndar líkt og áður og gott samstarf ríkir svo sannarlega áfram á milli KA manna og N1 og verður vonandi framhald þar á.
Mótið þykir eitt besta og sterkasta mót yngri flokka drengja en þar má sjá stjörnur framtíðarinnar. Færustu leikmenn íslandssögunnar hafa stigið sín fyrstu frægðarspor á mótinu.
Gaman er að segja frá því að mótið verður tekið upp og frumsýnt á Stöð 2 Sport fimmtudagskvöldið 11. júlí.
Minnum á Instragram leikinn okkar. Sendu mynd af N1 mótinu á #N1motid2013. Verðlaunin fyrir skemmtilegustu myndina er 50.000 króna úttekt hjá Jóa útherja að eigin vali.
Nánari upplýsingar og fréttir af mótinu má finna á http://www.ka-sport.is/n1motid/