N1 meðal framúrskarandi fyrirtækja 2025

30. október 2025

N1 meðal framúrskarandi fyrirtækja 2025

N1 hefur hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2025 frá Creditinfo. Aðeins um 3% íslenskra fyrirtækja standast þau ströngu skilyrði sem þarf til að hljóta þessa viðurkenningu, sem veitt er þeim sem sýna stöðugleika, góða afkomu og ábyrga stjórnarhætti.

Traust merki um sterkan rekstur

Creditinfo metur árlega fjölda fyrirtækja á grundvelli rekstrarsögu, fjárhagslegs styrkleika og ábyrgra starfshátta. Viðurkenningin er því ekki tilviljun heldur er hún staðfesting á ábyrgum rekstri og áreiðanleika sem byggir á fagmennsku og samheldni starfsfólks um allt land.

„Þessi viðurkenning er mikil hvatning fyrir okkur öll hjá N1“ segir Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1.

„Hún staðfestir að við erum á réttri vegferð að byggja upp fyrirtæki sem er ekki aðeins öflugt í rekstri, heldur líka ábyrgt, þjónustulundað og með skýra framtíðarsýn.“

Hvatning til áframhaldandi árangurs

Viðurkenningin er einnig hvatning til að halda áfram að gera betur, dag frá degi. Við hjá N1 viljum þakka starfsfólki okkar um allt land fyrir þeirra framlag, sem gerir þennan árangur mögulegan og viðskiptavinum okkar fyrir traustið sem þeir sýna okkur á hverjum degi.

Við erum stolt að standa meðal framúrskarandi fyrirtækja landsins og höldum ótrauð áfram að létta fólki og fyrirtækjum enn einn daginn.

Á myndinni má sjá fulltrúa frá N1 taka á móti viðurkenningunni.