12. ágúst 2016
N1 lánar Ljósbrá - Steinasafn húsnæði
N1 skrifaði fyrr í sumar undir samning um lán á hluta af húsnæði sínu í Hveragerði fyrir jarðfræðisýninguna "Ljósbrá - Steinasýning". Á sýningunni er hægt að bera augum eitt stærsta steinasafn í einkaeigu á Íslandi.
Á safninu, sem í senn er faglegt en heimilislegt, er hægt að upplifa helstu jarðnesku dýrðgripi sem fundist hafa á Íslandi og tilvalið fyrsta stopp á leiðinni út úr bænum.
N1 er stolt af því að geta stutt við bakið á framtaki sem þessu í bæjarfélögum víðsvegar um landið en hægt er að kynna sér safnið frekar á heimasíðu þess www.ljosbra.is