N1 kortið og Bílanaust - spurt og svarað

02. janúar 2013

N1 kortið og Bílanaust - spurt og svarað

Meðfylgjandi spurningar og svör gefa til kynna hvernig N1 kortið virkar hjá nýju félagi, Bílanaust ehf.

Fá N1 korthafar afslátt með N1 kortinu hjá Bílanaust?

Já, þeir gera það

Einstaklingar

Hvað fá N1 korthafar í afslátt hjá Bílanaust?

Hjá Bílanaust fá N1 korthafar 12 % afslátt af bílatengdum vörum gegn framvísun N1 kortsins, hjá N1 haldast kjör korthafa óbreytt.

Ath. Búið er að tryggja þessi kjör til einstaklinga fyrst um sinn en í framtíðinni þarf að semja beint við Bílanaust, tengiliður Magnús Lárusson , magnus@bilanaust.is beinn sími 535 9030.

Er hægt að nota N1 kortið hjá Bílanaust?

Nei ekki sem viðskiptakort vegna þess að N1 og Bílanaust er nú sitthvort fyrirtækið. N1 kortið mun virka sem afsláttarkort hjá Bílanaust en það mun ekki safna punktum.

Virka N1 punktarnir mínir hjá Bílanaust ?

N1 punktar virka eingöngu hjá N1, ekki hjá Bílanaust. Hvorki söfnun né notkun punkta.

Flytjast allir N1 korthafar yfir til Bílanaust?

Viðskiptavinir sem eru í reikningsviðskiptum flytjast yfir í gagnagrunn Bílanaust.


Fyrirtæki / kennitölur með rekstur

Hvaða afslátt eru N1 korthafar (fyrirtæki) með í Bílanaust eftir breytingar?

Fyrirtæki halda sömu kjörum hjá N1 og Bílanaust . Kjörin eru tengd kennitölu viðkomandi viðskiptamanns.

Tengiliður hjá Bílanaust ef frekari upplýsinga er óskað er Magnús Lárusson. magnus@bilanaust.is beinn sími 535 9030.