N1 Kaupir rekstur Ísey Skyrbar á þjónustustöðvum

17. júlí 2020

N1 Kaupir rekstur Ísey Skyrbar á þjónustustöðvum

N1 hefur keypt rekstur Ísey skyrbar á þjónustustöðvum sínum, en það er á þjónustöðvum N1 á Ártúnshöfða, við Hringbraut, Borgartún og í Fossvogi. Á síðastnefnda staðnum hefur verið tekin upp sú nýjung að hafa afgreiðsluna í bílalúgu og hefur sú þjónusta fengið frábærar móttökur.

 

Á þjónustustöðvum N1 hefur síðustu ár gagngert verið farið í að auka fjölbreytni og hollustu í sölu matvæla og drykkja og eru þessu kaup á Ísey skyrbar liður í því.

 

Vörurnar frá Ísey skyrbar eru afar vinsælar og við sjáum að þetta er sterkt og vinsælt vörumerki sem viðskiptavinir N1 eru hrifnir af. Við viljum efla þetta merki og þá fjölbreytni sem þar er boðið upp á og við hlökkum til frekari þróunar og nýrra vara, þannig að N1 verði áfram besti viðkomustaðurinn fyrir þá sem eru á ferðinni og vilja fá eitthvað hollt og gott,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

 

Eins og áður sagði er nú boðið upp á þá nýjung á þjónustöð N1 í Fossvogi að þar fer öll sala fram í bílalúgu með snertilausum viðskiptum og stuttum biðtíma.  Allar vinsælustu vörurnar frá Ísey skyrbar eru þar til sölu, bæði drykkir og ávaxtaskálar, en að auki er boðið upp á fjölskyldutilboð og barnarétti.

 

Þá er nú verið að skoða fleiri staðsetningar á Ísey skyrbar á þjónustustöðvum N1, enda ljóst að eftirspurn eftir því sem þar er boðið upp á er mikil og fer vaxandi.