N1 hugsar um grasrótina í 30 ár
Það er með miklu stolti að við frumsýnum nýja auglýsingu í tilefni af EM í knattspyrnu en ekki síður vegna þess að N1 mótið verður haldið á Akureyri í þrítugasta skiptið nú í sumar.
N1 hefur í gegnum tíðina látið sér annt um grasrótarstarf í íslenskri knattspyrnu með margvíslegum hætti. Má þar nefna stuðning við fjölmörg íþróttafélög um land allt, einn aðal bakhjarl KSÍ og verkefnið á borð við Hæfileikamótun KSÍ. N1 mótið á Akureyri hefur þó undanfarin þrjátíu ár verið einn af hornsteinum í grasrótarstarfi íslenskrar knattspyrnu og flestir af landsliðsmönnunum okkar stígið sín fyrstu skref í keppni á mótinu.
Í nýjustu auglýsingu okkar leituðum við á náðir foreldra nokkurra af okkar fremstu landsliðsmönnum þ.e. þeim Jóhanni Berg, Hannesi Þór Halldórssyni, Ragnari Sigurðssyni og Kolbeini Sigþórssyni og fengum með aðstoð þeirra svipmyndir af strákunum spila á N1 mótinu í æsku.
Við erum gríðarlega stolt af því að sá stuðningur sem við höfum veitt íslenskri knattspyrnu í blíðu og stríðu síðastliðin 30 ár sé að skila þeim árangri sem við erum að bera ávöxt af í dag.
Hægt er að horfa á auglýsinguna hér.
Áfram Ísland!