N1 hefur sölu lausasölulyfja

08. júlí 2021

N1 hefur sölu lausasölulyfja

N1 hefur hafið sölu lausasölulyfja í Staðarskála í Hrútafirði og er óhætt að segja að fyrstu viðbrögð viðskiptavina hafi verið með eindæmum góð. Hingað til hafa vegfarendur um þjóðveg 1 þurft að fara tugi kílómetra til að sækja þessa þjónustu.

 

Við erum auðvitað mjög ánægð með að geta boðið viðskiptavinum okkar, íbúum í Hrútafirði og nærsveitum, upp á þessar mikilvægu vörur, en til þessa hafa lausasölulyf verið ófáanleg nema á Hvammstanga, sem er í 34 kílómetra fjarlægð eða í Borgarnesi í 90 kílómetra fjarlægð,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslunarsviðs N1.

 

Þegar mest er að gera hjá okkur koma allt að 7.000 manns í Staðarskála á dag og það er okkar hlutverk að þjónusta þann hóp sem allra best. Að geta nú boðið upp á lausasölulyf á borð við Panodil, Paratabs, Íbúfen og Lóritín, svo dæmi séu tekin, er frábært og algjörlega nauðsynlegt,“ segir Jón Viðar.

 

Salan á lausasölulyfjunum hófst í byrjun júlí og hafa viðtökur verið með eindæmum góðar og ljóst að þetta var þörf viðbót við vöruúrvalið í þjónustustöðinni í Staðarskála.

 

Staðarskáli hefur verið ómissandi hluti af þjónustu við hringveginn frá árinu 1960 og vöruúrval og þjónusta hefur þróast með breyttu neyslumynstri. Auk lausasölulyfjanna má nefna fjölgun rafhleðslustöðva á lóð félagsins, en þar er nú hægt að hlaða 8 bíla, auk 8 Tesla bifreiða.