N1 hefur frá árinu 1996 blandað bætiefnum í allt bílaeldsneyti

23. júní 2017

N1 hefur frá árinu 1996 blandað bætiefnum í allt bílaeldsneyti

N1 hefur frá árinu 1996 blandað fjölvirkum bætiefnum í allt bílaeldsneyti félagsins. 

Bætiefnin sem N1 notar eiga að stuðla að minni mengun, veita vörn gegn tæringu og sliti í eldsneytiskerfi ásamt því að stuðla að hreinni vél, meira afli og minni eyðslu.

Efnin eru þróuð með köld landsvæði í huga, í takt við strangar umhverfiskröfur og gæðareglur. 

Efnið kemur frá Lubrizol, sama birgja og Costco flytur sitt bætiefni inn frá og er það algjörlega sambærileg ef ekki algjörlega það sama.

Auk þess að blanda ofangreindum bætiefnum í eldsneyti hefur N1 frá árinu 2015 blandað ethanol í eldsneyti, er það gert til að draga úr áhrifum útblásturs við brennslu jarðefnaeldsneytis með það að markmiði að draga úr mengun í andrúmslofti.   Söluaðilum eldsneytis var með lögum nr. 40/2013 gert skylt að hefja íblöndun frá 1. janúar 2014 þar sem endurnýtanlegt eldsneyti væri minnst 3,5% af orkugildi en frá 1. janúar 2015 skyldi íblöndun nema minnst 5% af orkugildi á því eldsneyti sem notað er til aksturs á vegum. Lög þessi eiga sér tilvísun í tilskipun Evrópusambandsins, sem íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að fylgja að öllu leyti. N1 hefur farið eftir settum lögum frá upphafi þrátt fyrir að svo eigi ekki við um alla söluaðila hérlendis.

Í umfjöllun fréttatíma RÚV var látið að því liggja að hér á landi væri blandað 10% etanóli í eldsneyti.  Í tilfelli N1 er það 5%. Olíuseljendum hér á landi ber að fylgja lögum um íblöndun á endurnýjanlegum orkugjöfum í eldsneyti, sem samþykkt voru árið 2013.  N1 fer að öllu leyti eftir þeim lögum og hefur gert frá fyrstu tíð.

Að gefnu tilefni teljum við rétt að vekja athygli á því að á Alþingi árið 2013 var þverpólitísk samstaða um að að skylda söluaðila eldsneytis hérlendis til að blanda endurnýjanlegu eldsneyti í jarðefnaeldsneyti. Var ákvæði þetta fest í lög nr. 40/2013