05. desember 2022
Fatnaður til Frú Ragnheiðar og fataúthlutun Rauða krossins
Nú á dögunum gaf N1 fatnað til skjólstæðinga Frú Ragnheiðar og fyrir þá sem sækja í fataúthlutun hjá Rauða krossinum.
N1 hefur undanfarin ár gefið Rauða krossinum fatnað, bæði útifatnað, hlýjan undirfatnað og annað slíkt sem hefur komið sér vel fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda.