N1 - fyrsta fyrirtækið til að veita 3 ára ábyrgð á varahlutum í bifreiðar

11. maí 2007

N1 - fyrsta fyrirtækið til að veita 3 ára ábyrgð á varahlutum í bifreiðar

Þar sem N1 selur einungis úrvalsvörur frá viðurkenndum framleiðendum mun N1 héðan í frá veita þriggja ára ábyrgð á varahlutum í bifreiðar. Með þess vill N1 auka þjónustu við viðskiptavini sína. Ábyrgðin gildir um hvers konar verksmiðjugalla á vörunum. Gölluð vara fæst bætt gegn framvísun kvittunar þar sem hún var keypt eða í öðrum varahlutaverslunun N1. N1 rekur átta verslanir með varahluti víðs vegar um land og þá stærstu að Bíldshöfða 9. N1 hvetur bifreiðaeigendur til að nota aðeins viðurkenndar vörur og leita til fagaðila þegar kemur að ísetningu varahluta, þar sem tjón vegna rangrar ísetningar og eðlilegs slits eru ekki bætt.

Skilmálar

 • 3ja ára ábyrgð á varahlutum gildir gagnvart þeim sem keypti hlutinn.
 • 3ja ára ábyrgð gildir gagnvart þeim sem getur framvísað reikningi frá verslun N1 þar sem greinilega kemur fram dagsetning kaupanna og upphæð.
  Viðskiptavinum er bent á að snúa sér til þeirrar verslunar þar sem varahluturinn var keyptur, eða til næstu varahlutaverslunar N1.
 • Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits varahluta.
 • Ábyrgðin nær ekki til skemmda sem orsakast af rangri ísetningu varahluta.
 • Ábyrgðin nær ekki til afleiddra tjóna vegna rangrar ísetningar varahluta eða rangrar notkunar þeirra.
  N1 hvetur bifreiðaeigendur til að leita til viðurkenndra aðila þegar kemur að ísetningu varahluta.
  N1 bendir eigendum breyttra bifreiða á að varahlutir í breytt ökutæki slitna hraðar og hugsanlega með öðrum hætti en þegar um óbreytt ökutæki er að ræða.
 • Að öðru leyti er vísað í kaupalög nr. 50/2000 á milli seljanda og notanda / neytanda og í Þjónustulög nr. 48/2000 um kaup og sölu þjónustu / hluta á milli tveggja skráðra rekstraraðila.