N1 eykur aðgengi að vetni á Íslandi

24. nóvember 2023

N1 eykur aðgengi að vetni á Íslandi

N1 hefur undirritað viljayfirlýsingu um samstarf við Landsvirkjun og Linde um að auka aðgengi að grænu vetni á Íslandi. Markmiðið er að gera vetni að raunhæfum valkosti í samgöngum á Íslandi, ekki síst fyrir vörudreifingu, þungaflutninga og stærri farartæki þar sem bein rafvæðing hentar síður. 

Undanfarin ár hefur N1 verið leiðandi í orkuskiptum á sínum markaði og er nú um fimmtungur allrar orku sem fyrirtækið selur græn orka. N1 hefur ráðist í uppbyggingu á fjölda hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla um land allt land og nú hyggst félagið jafnframt leggja aukna áherslu á vetni. 

Með undirritun yfirlýsingarinnar lýsir N1 vilja sínum til að sjá um flutning vetnis, áfyllingu þess og smásölu. Uppbygging virðiskeðju vetnis á Íslandi, allt frá framleiðslu til notenda, styður við orkuskipti íslensks atvinnulífs og þau fyrirtæki sem vilja hleypa orkuskiptaverkefnum af stokkunum, hvort sem er á landi, sjó eða í flugi. N1 ætlar sér þannig að vera samstíga notendum í að draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum.   Það er ánægjuefni fyrir okkur hjá N1 að vera þátttakandi í jafn spennandi verkefni. Fyrirtækið býr að sterkum innviðum sem munu vafalaust nýtast Landsvirkjun, Linde og viðskiptavinum okkar vel á leið sinni í átt að grænni samgöngum á Íslandi. Orkuskipti eru hagsmunamál okkar allra og N1 lætur ekki sitt eftir liggja, nú sem hingað til,“ segir Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1. „