N1 er framúrskarandi fyrirtæki 2016

26. janúar 2017

N1 er framúrskarandi fyrirtæki 2016

N1 hlaut á dögunum, annað árið í röð, viðurkenningu Creditinfo um að vera eitt af 2% íslenskra fyrirtækja árið 2016 sem hlýtur titilinn: Framúrskarandi fyrirtæki. 

Þegar Eggert Þór, forstjóri N1, var spurður í viðtali í Viðskiptablaðinu í dag hvaða þýðingu þessi viðurkenning hefði í för með sér segir hann:  „Við Íslendingar erum ekki mjög góðir að hrósa hver öðrum. Við erum aðallega að reyna að naga skóinn á hver öðrum með umræðunni. Þannig að það er mjög gaman fyrir starfsfólkið hjá N1 að fá svona viðurkenningu. Það gefur okkur aukinn kraft og gleði. Íslendingar mættu gera meira af því að gleðjast í stað þess að vera alltaf í barlóminum,“


Fyrirtæki sem hljóta þessa viðurkenningu uppfylla ströng skilyrði má þar m.a.:

  • Hafa skilað ársreikningum til RSK síðustu þrjú ár
  • Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
  • Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
  • Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira þrjú rekstrar ár í röð
  • Að eignir séu 80 milljónir eða meira þrjú ár í röð