N1 er framúrskarandi fyrirtæki 2015

04. febrúar 2016

N1 er framúrskarandi fyrirtæki 2015

N1 hlaut á dögunum viðurkenningu Creditinfo um að vera eitt af 2% íslenskra fyrirtækja árið 2015 sem hlýtur titilinn: Framúrskarandi fyrirtæki.

Fyrirtæki sem hljóta þessa viðurkenningu uppfylla ströng skilyrði má þar m.a.:

  • Hafa skilað ársreikningum til RSK síðustu þrjú ár
  • Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
  • Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
  • Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira þrjú rekstrar ár í röð
  • Að eignir séu 80 milljónir eða meira þrjú ár í röð

Þessi verðlaun eru N1 kærkomin því fyrirtækið leggur metnað sinn í að efla íslenskt efnahagslíf.