N1 er ekki olíufélag

13. apríl 2007

N1 er ekki olíufélag

N1 er ekki hefðbundið olíufélag og í því felast tíðindi. „Þetta er ákveðið skilgreiningaratriði, eldsneyti er bara ein af ótal vörum sem N1 býður upp á.

Okkar tækifæri felast í því að bæta við þjónustuna, því fólk vill góða þjónustu á hagstæðu verði á aðgengilegum stað. Það ætlar N1 að standa fyrir. Stóra breytingin felst í því að nú getur fólk fengið næstum alla þjónustu fyrir bílinn undir einum hatti. Þetta skapar ekki aðeins hagræði fyrir viðskiptavinina, því ávinningurinn verður einnig fjárhagslegur.

N1 verður með eitt öflugasta vildarkerfi landsins, því menn geta safnað punktum inn á Safnkortið af öllum sínum viðskiptum við N1, hvort sem þeir kaupa dekk, bensín, varahluti eða pylsur.

Þá munu viðskiptavinir einnig taka eftir því að við tvöföldum punkta- söfnun fyrir kaup á eldsneyti. Einnig verður þjónustan aukin verulega á mörgum stöðum. Hjólbarðaverkstæðin munu til dæmis bjóða upp á rafgeymaþjónustu, bremsuklossaskipti auk hjólbarðaþjónustu, þetta er allt liður í því að vera í takt við nýja tíma og nýjar þarfir fólks og fyrirtækja.“