N1 endurnýjar samning við Stúdentaráð Háskólanna

11. september 2013

N1 endurnýjar samning við Stúdentaráð Háskólanna

Á dögunum var endurnýjaður samningur á milli N1 og Stúdentaráða Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.
N1 vill með þessu halda áfram að styðja við gott starf sem stúdentafélögin eru að vinna í þágu nemenda Háskólanna.

Samningurinn felur í sér aukin afsláttarkjör til stúdenta auk umfangsmikð samstarfs beggja aðila við ýmis verkefni.

Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Þyrí Dröfn Konráðsdóttir frá N1. 

Aníta Brá Ingvadóttir, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík og Þyrí Dröfn Konráðsdóttir frá N1 undirrita samninginn.