N1 endurnýjar samning við GKG

03. febrúar 2017

N1 endurnýjar samning við GKG

Það var með mikilli ánægju að Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, endurnýjaði samstarfssamning N1 við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar nú á dögunum.

Golfklúbbur GKG hefur lagt mikið kapp við að reka eitt öflugasta barna- og unglingastarf innan golfhreyfingarinnar á landinu. En til marks um það hafa um 600 ungmenni stundað æfingar og námskeið hjá GKG á hverju ári en telur það um þriðjung allra þeirra ungmenna sem stunda golf á Íslandi.

Aðspurður segir Hinrik að það sé mikið kappsmál fyrir N1 að styðja við bakið á íþrótta- og æskulýðsstarfi um land allt og vonast hann til að þetta áframhaldandi samstarf muni skila sér í frekari uppbyggingu á því öfluga barna- og unglingastarfi sem GKG stendur fyrir.