N1 appið gerir allt einfaldara!

03. nóvember 2022

N1 appið gerir allt einfaldara!

 

Við kynnum til leiks N1 appið. Appið hentar fyrir allar gerðir snjallsíma, því geta viðskiptavinir notað þjónustu N1 alla leið hvar á landinu sem er.

 

Appið einfaldar lífið fyrir rafbílaeigendur. Nú er ekkert mál að finna næstu lausu hleðslustöð, fylgjast með, stýra hleðslunni og borga, allt beint úr símanum.

Í appinu geta viðskiptavinir bókað, afbókað eða breytt tíma í dekkja- og smurþjónustu á Michelin vottuðu verkstæði þegar þeim hentar.

Einnig auðveldar appið viðskiptavinum að fylgjast með útgjöldum og N1 punktasöfnun sinni, ásamt því að skoða tilboð mánaðarins hverju sinni.

 

Nánari upplýsingar um appið má finna hér