N1-appið fær stærra hlutverk
N1-appið hefur notið mikilla vinsælda frá því að það var kynnt til sögunnar í nóvember síðastliðnum.
Þúsundir viðskiptavina N1 hafa náð í forritið og nota það til að einfalda sér lífið. Í appinu má finna næstu rafhleðslustöð, fylgjast með og stýra hleðslunni – allt úr símanum. Þá geta viðskiptavinir einnig bókað, afbókað eða breytt tíma í dekkja- og smurþjónustu á Michelin vottuðu verkstæði þegar þeim hentar. Einnig auðveldar appið viðskiptavinum að fylgjast með útgjöldum og N1 punktasöfnun sinni, ásamt því að skoða tilboð mánaðarins hverju sinni.
Öflugt hleðslunet stækkar enn frekar
Viðskiptavinir N1 hafa aðgang að öflugu neti hraðhleðslustöðva um allt land sem stækkar með hverri vikunni. Á dögunum voru t.a.m. ræstar nýjar öflugar stöðvar í Borgarnesi og eru hraðhleðslustöðvar N1 því orðnar 23 talsins á landinu.
N1 vinnur hörðum höndum að því að flýta orkuskiptum í samgöngum og liður í því er að fjölga hraðhleðslustöðvum enn frekar í ár svo að viðskiptavinir komist allra sinna ferða um landið á rafmagni.
Breytingar á nýju ári
Í ljósi gríðargóðra viðtaka við N1-appinu mun það fá stærra hlutverk á næstunni. Frá og með miðvikudeginum 25.janúar munu rafbílaeigendur aðeins geta greitt fyrir hleðsluna á stöðvum N1 með appinu, en ekki með kortum eða lyklum. Með þessu er verið færa alla þjónustu við rafbílaeigendur á einn stað sem þeir geta nálgast með handhægum hætti í símanum sínum – og einfalda þannig lífið við rafbílaeigendur enn frekar.
N1 hvetur viðskiptavini sína til að sækja appið og njóta þess að skipuleggja ferðalagið sitt með einföldum hætti á einum stað. Allar nánari upplýsingar um appið og hvernig hægt er að nálgast það má finna með því að smella hér.