N1 áfram aðalstyrktaraðili ÍBV í hanbolta

26. september 2018

N1 styrkir ÍBV

N1 er á nýjan leik aðalstyrktaraðili ÍBV í handbolta til næstu tveggja ára. N1 hefur stutt ríkulega við handboltann undanfarin 4 ár og hefur félagið náð einstökum árangri á þeim tíma.

Samstarfið milli ÍBV og N1 hefur verið með eindæmum farsælt og styður þessi samningur vel við áherslur N1 um uppbyggingu á íþróttastarfi til framtíðar segir Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdarstjóri N1.

N1 hefur verið aðalstyrktaraðili handknattleiksliða ÍBV undanfarin fjögur ár og hefur samstarfið verið einkar farsælt en ÍBV liðin hafa á þessum árum raðað sér í fremstu röð handknattleiksliða á Íslandi. Við lýsum yfir mikilli ánægju með áframhaldi samstarf við N1 sem vonandi verður vísir að frekari árangri á komandi árum um leið og við þökkum stuðninginn undanfarin ár segir Davíð Þór formaður handknattleiksdeildar ÍBV.

Á myndinni má sjá Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdarstjóra N1 ásamt Davíð Þór Óskarssyni formanni handknattleiksdeildar ÍBV og leikmönnum úr meistaraflokki ÍBV í handbolta.

N1 óskar ÍBV góðs gengis á vellinum.