N1 afhendir Dæluna

27. febrúar 2019

N1 afhendir Dæluna

Þann 1. mars 2019 taka nýir eigendur við rekstri afgreiðslustöðva Dælunnar og frá og með þeim tíma verður því ekki lengur hægt að nota N1 kort og dælulykla á þeim stöðvum. Um leið og N1 þakkar þeim fjölmörgu viðskiptavinum fyrirtækisins sem hafa nýtt sér þjónustu Dælunnar fyrir ánægjuleg viðskipti, er rétt að benda á að N1 kort og lyklar halda að sjálfsögðu áfram að safna punktum við notkun á stöðvum N1 um land allt.

Til að koma til móts við þá viðskiptavini N1 sem hafa nýtt sér sjálfsafgreiðslu á stöðvum Dælunnar, hefur N1 lækkað verðið á bensíni og dísilolíu á stöðvum N1 við Stórahjalla í Kópavogi og N1 í Fossvogi.  Til viðbótar við hagstætt verð þá gilda að sjálfsögðu öll þau vildarkjör og afslættir sem N1 kortið gefur.

N1 hvetur um leið alla þá sem hafa N1 kort eða lykil að fylgjast vel með punktastöðu sinni og nýta sér þá inneign sem punktar gefa, sem og þau afsláttarkjör sem N1 korthafar njóta.

Viðskiptavinir N1 munu geta séð með áþreifanlegum hætti það hagstæða verð sem N1 stöðvarnar við Stórahjalla og í Fossvogi bjóða upp á miðað við samkeppnisaðila á markaði.