20. apríl 2018
N1 aðalstyrktaraðili ÍBV
N1 er á nýjan leik aðalstyrktaraðili ÍBV í karla knattspyrnu til næstu þriggja ára. Olíufélagið var aðalstyrktaraðili ÍBV á árunum 1988-2006. Á því tímabili varð félagið tvívegis Íslandsmeistarar og einu sinni tvöfaldir meistarar bikar og íslandsmeistarar.
N1 hefur verið dyggur bakhjarl deildarinnar á síðustu árum, en það er skemmtilegt að rifja upp gömlu góðu tímana. Samstarfið milli ÍBV og N1 hefur verið með eindæmum farsælt.
Á myndinni má sjá Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdarstjóra N1 ásamt Víði Róbertssyni úr stjórn ÍBV og leikmönnum úr meistaraflokk ÍBV.
N1 óskar ÍBV góðs gengis á vellinum í sumar.