N1 aðalstyrktaraðili Bása

01. mars 2019

N1 aðalstyrktaraðili Bása

Bylting í íslensku golfi. TrackMan Range sett upp í Básum í samstarfi við N1 hf.

Nú á dögunum hófst uppsetning á TrackMan Range kerfi á æfingasvæði Golfklúbbs Reykjavíkur (GR) í Básum. Þetta verkefni hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið og er það unnið í samstarfi við nýjan aðalstyrktaraðila Bása, N1 hf. Samningar GR og N1 hf. voru undirritaðir í dag.

 

TrackMan Range - gjörbreytir allri aðstöðu til æfinga

TrackMan Range er ný og byltingakennd radar mælingartækni fyrir golfæfingasvæði sem veitir kylfingum lykilupplýsingar um hvert slegið högg og gjörbreytir allri aðstöðu til æfinga í Básum.  

„Básar voru bylting í íslensku golfi þegar þeir voru reistir árið 1995. Nú er stigið næsta stóra skref við bætingu á æfingaaðstöðu fyrir íslenska kylfinga með tæknivæðingu þeirra. Trackman Range er stórkostlegt kerfi, einfalt í notkun og gefur notendum Bása einstakar upplýsingar um golfleik sinn og hvað þarf að bæta,“ segir Björn Víglundsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur.

„Við höfum stutt við íslenskar íþróttir í áratugi og það er sérstaklega ánægjulegt að geta tekið þátt í svona verkefni fyrir golfíþróttina. Ísland hefur nú þegar náð að ala af sér afrekskylfinga sem náð hafa eftirtektarverðum árangri alþjóðlega og þessi nýjasta viðbót mun án efa styðja unga og efnilega kylfinga enn frekar í að láta drauma sína rætast,“ segir Hinrik Örn Bjarnason , framkvæmdastjóri N1 hf.