N1 aðalbakhjarl Reykjavíkurmótsins í skák annað árið í röð

03. mars 2014

N1 aðalbakhjarl Reykjavíkurmótsins í skák annað árið í röð

N1 Reykjavíkurskákmótið nú fer fram í Hörpu dagana 4.-12.  mars. Í tilefni afmælisins verður mótið nú um margt sérstakt. Heiðursgestur verður sterkasti skákmaður allra tíma, Garry Kasparov, sem verður á landinu 9.-11. mars næstkomandi. Hann mun meðal annars heimsækja leiði Bobby Fischer, á 71. fæðingardegi Fischers, 9. mars, og mun árita bækur fyrir skákáhugamenn í Hörpu hinn 10. mars. Kasparov er í framboði sem næsti forseti FIDE - alþjóðlega skáksambandsins. Útsendingar á netinu frá mótinu verða betri og flottari en nokkru sinni fyrr. 

Metþátttaka verður á mótinu. Gera má ráð fyrir að keppendur verði á bilinu 260-270, frá um 45 löndum, en í fyrra voru þeir 227 talsins, sem þá var met! Meðal keppenda eru 27 stórmeistarar og 30 alþjóðlegir meistarar. Um 70% keppenda mótsins koma að utan og þar eru Norðmenn (28), Þjóðverjar (26) og Bandaríkjamenn (16) fjölmennastir.

Margir sterkir skákmeistarar eru meðal keppenda. Stigahæstur keppenda er þýski stórmeistarinn Arkadij Naiditsch með 2706 skákstig. Sá er af lettneskum uppruna en leiddi þýska landsliðið til afar óvænts sigur á EM landsliða 2011 og er fastagestur á ofurmótum. Næststigahæstur keppenda er kínverski landsliðsmaðurinn Chao Li með 2700 skákstig. Kínverska landsliðið er eitt það sterkasta í heimi og hlaut brons á síðasta Ólympíuskákmóti. Chao Li er ákaflega skemmtilegur skákmaður.

N1 Reykjavíkurskákmótið hefur ávallt státað af efnilegum Rapport  skákmönnum, svo er einnig nú. Þar má nefna Richard Rapport, 17 ára Ungverja sem er ekki aðeins efnilegur heldur fjórði stigahæsti keppandi mótsins. Richard þessi náði því að verða sá sjötti yngsti í sögunni til þess að hampa stórmeistaranafnbótinni, en því náði hann aðeins 13 ára. Hann teflir ákaflega fjörlega og frumlega og vakti gríðarlega athygli á ofurmótinu í Wijk aan Zee nýlega, þar sem hann vann meðal annars Boris Gelfand.

Henrik teflir við Bassem  Meðal annarra ofurstórmeistara má nefna Egyptann Bassim Amin, sem var meðal sigurvegara í fyrra, og Rússann Mikhail Kobalia, sem er yfirþjálfari rússneska unglingalandsliðsins og verður með fyrirlestur hérlendis um skákþjálfun.

Margir aðrir áhugaverðir keppendur eru meðal þátttakenda Sarasadat Khademalsharieh  . Tveir koma alla leiðina frá Íran. Annar þeirra, Pouya Idani, varð heimsmeistari 18 ára og yngri í fyrra. Sá sigur vakti mikla athygli enda var Íraninn aðeins 20. stigahæsti keppandi mótsins. Einnig kemur frá Íran landsliðs- konan Sarasadat Khademalsharieh sem er stórmeistari kvenna og fyrrum heimsmeistari stúlkna 12 ára og yngri

Helsta undrabarn mótsins er hins vegar hinn 10 ára Awonder Liang. Sá er heimsmeistari 10 ára og yngri og varð jafnframt heimsmeistari 8 ára og yngri. Hann er sá yngsti í sögunni sem hefur unnið alþjóðlegan meistara í langri skák, þegar hann var 9 ára, og jafnframt sá yngsti sem hefur unnið stórmeistara, en þá var hann 10 ára! Menn skulu leggja nafn hans á minnið og fylgjast vel með þessum unga meistara, sem margir telja líklegt ofurstórmeistaraefni. Hann er á forsíðu nýjasta tölublaðs Chess Life Magazine.

Gamlar stjörnur láta sig ekki vanta. Ber þar hæst þátttöku  Walther Browne, sem sigraði á mótinu 1978, einu sterkasta Reykjavíkurskákmót sögunnar. Browne þótti hafa ákaflega fjörlega framkomu og margir minnast hamagangs í tímahraki nokkurra viðureigna hans frá fyrri Reykjavíkurmótum.

Að sjálfsögðu eru margar sterkar skákkonur meðal keppenda - nokkrar teljast til þeirra sterkustu í heimi. Má þar nefna indversku skákdrottninguna Tania Sadchev, sem sló í gegn fyrir frábærar skákskýringar frá heimsmeistaraeinvígi Anand og Carlsen, en einnig bandarísku skákkonuna Irina Krush, sem er núverandi skákmeistari Bandaríkjanna sem eru eitt sterkasta skákland heims. Sterkar skákkonur koma svo frá löndum eins og Tania Sadchev .

Einn áhugaverðasti keppandi mótsins er ekki meðal þeirra stigahæstu. Um er að ræða Elihaj Emjong sem kemur alla leiðina frá Úganda. Hann er sterkasti skákmaður lands síns og núverandi skákmeistari Vestur-Afríku. Einnig má nefna að meðal keppenda verður Henrik Carlsen en sá er faðir heimsmeistarans Magnusar Carlsen en teflir hér fyrst og Elihaj Emjong  fremst ánægjunnar vegna.

Heimavarnarliðið lætur sig ekki vanta. Helgi Ólafsson tekur þátt í sínu fyrsta Reykjavíkurskákmóti í einu 10 ár! Að öðru leyti ber að sjálfsögðu hæst þátttaka Hannesar Hlífars Stefánssonar, sem er í senn sigursælasti skákmaður Reykjavíkurskákmótanna og tólffaldur Íslandsmeistari í skák. Meðal annarra keppenda eru stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson, Henrik Danielsen, Stefán Kristjánsson og Þröstur Þórhallsson.

Og svo má ekki gleyma hinum hefðbundna skákáhugamanni sem eru á öllum aldri. Má þar nefna að meðal keppenda eru Páll G. Jónsson (fæddur 1933), og er elstur keppenda, og Óskar Víking Davíðsson og Robert Luu (fæddir 2005) og eru yngstir keppenda. Aldursmunurinn er 72 ár! Segja má með sanni að skákin brúar bil!

Sérstakar þakkir fá helstu styrktaraðilar mótsins sem gera þessa skákhátíð mögulega. Má þar sérstaklega nefna N1, Reykjavíkurborg og Icelandair.

Mótið hefst með setningarathöfn í Hörpu 4. mars kl. 16 en sjálft mótið hefst kl. 16:30.