N1 aðal styrktaraðili ÍBV í knattspyrnu

21. apríl 2023

N1 aðal styrktaraðili ÍBV í knattspyrnu

Samningurinn er til tveggja ára og var það Daníel Geir Moritz sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd ÍBV og Hinrik Örn Bjarnason fyrir N1, þeir eru saman á myndinni að ofan.

N1 hefur verið dyggur stuðningsaðili knattspyrnudeildarinnar undanfarin ár og er ánægjulegt að framhald verði á því.

Forveri N1, Esso, var aðal styrktaraðili karlaliðs ÍBV á árunum 1990-2005 en liðinu gekk einstaklega vel á þeim árum og má þar nefna Íslandsmeistaratitlana 1997 og 1998 og bikarmeistaratitil 1998. Ásamt titlanna endaði ÍBV í 2. sæti deildarinnar 1999, 2001 og 2004 og voru silfurhafar í bikarnum 1996 og 1997.